Reykjavík 13.10.2019

 

Eins og heyra má á samtölum sem tekin voru við forsvarsmenn sveitarsjórna er mikil þekking og áhugi á innleiðingu heimsmarkmiðana hjá sveitarstjórnarfólki. Samtölin voru tekin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga dagana 3-4 október 2019

Þeir sem koma fram í samtölum nr. 1 eru:  

  • Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps

  • Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesi

  • Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja

  • Krstján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar

Þau sem koma fram í samtölum nr. 2 eru:

  • Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafirðarbæjar

  • Thedóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ

  • Valdimar Birginsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ

  • Aldís hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

4x1.PNG
 
 

Reykjavík 11.10.2019

Heimsmarkmiðin voru ofarlega á baugi á ráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram 3-4 október.  Greinilegt er að búið er að vinna mikla vinnu af hálfu sjórnvalda til að fá fram virka umræðu og þáttöku í innleiðingu markmiðana.  Íslensk sjórnvöld kynntu fyrr á þessu ári það sem kallað er VNR skýrslu eða Voluntary National Report, þar sem rakin eru, markmið, mælingar og  framgangur innleiðingar á Íslandi

VNR.PNG
 

Reykjavík 10.10.2019

Heimsmarkmið í sviðsljósinu

Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna deildu ráðgjafarfyrirtækin Podium og Ábyrgar lausnir saman kynningarbás. Við viljum með þessum pósti þakka öllum þeim er heimsóttu básinn okkar og sem af miklum eldmóði deildu með okkur reynslu og áformum í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af þessu höfðum við mikla ánægju og dáumst af gríðarlegum áhuga og þekkingu sem einkennir alla þá er við ræddum við. Eins og fram kom í máli viðmælenda okkar þá skiptir miklu máli fyrir sveitarfélögin að innleiðing heimsmarkmiðanna lánist vel og getur það haft umtalsverð áhrif á framtíðar lífsgæði íbúa.

Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt.

Við bjóðum fram okkar aðstoð og krafta við að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og velferð samfélagsins.

© 2019  Ábyrgar lausnir ehf.  -  Kennitala:  590617-2450

info@abyrgarlausnir.is - www.abyrgarlausnir.is - www.responsible.solutions